„Atvinnuleysi, minnkandi tekjur og óöryggi á flestum sviðum hefur kallað á meiri þjónustu við félagmenn sem leitað hafa til
skrifstofunnar vegna kjara- og réttindamála og ýmissa vandamála sem upp koma á vinnustöðum við þessar aðstæður," sagði
Úlfhildur.
Hún sagði nokkur orð um það sem er allra alvarlegast í okkar félagslega umhverfi, atvinnuleysið sem við höfum ekki áður kynnst í
svo miklum mæli Íslendingar. „Félagsmenn okkar virðist verða sértaklega fyrir barðinu á minnkandi atvinnu. Aðeins einn vinnuveitandi greiddi
til félagsins hærri upphæð í félagsgjöld en Vinnumálastofnun gerði á síðasta ári og stofnunin var með flesta
félagsmenn á launaskrá á árinu eða 258 manns. Stofnanir ríkisins, Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóður, greiða ekki
sjúkra-, orlofs- eða starfsmenntasjóðsiðgjöld til stéttarfélaga svo það gefur auga leið að með vaxandi fjölda atvinnulausra
eykst tekjutap félagsins hlutfallslega meira en ella. 258 einstaklingar greiddu af atvinnuleysisbótum til félagsins á árinu en sá vinnuveitandi sem var
næstur greiddi af 209 starfsmönnum til félagsins," sagði Úlfhildur.
Í árslok 2009 voru fullgildir félagsmenn 1.807; 697 karlar og 1.110 konur. Þar af eru 308 gjaldfrjálsir, en það eru starfandi félagsmenn 67
ára og eldri svo og lífeyrisþegar.
Hermann Brynjarsson endurskoðandi fór yfir reikninga félagsins á aðalfundinum, Eiður Stefánsson, starfsmaður FVSA, fór yfir og kynnti nýjan
félagavef FVSA og nýja heimasíðu félagsins og Elsa Sigmundsdóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu, kynnti starfsemi Virks
starfsendurhæfingarsjóðs. Þetta kemur fram á vef FVSA.