SA Víkingar skoruðu 15 mörk í sigri gegn SA Jötnum

Nítján mörk litu dagsins ljós í Skautahöll Akureyrar í kvöld er SA Jötnar og SA Víkingar áttust við á Íslandsmóti karla í íshokkí. Víkingar skoruðu 15 mörk og unnu öruggan ellefu marka sigur, 15:4. Með sigrinum eru SA Víkingar aðeins stigi á eftir SR á toppi deildarinnar með 24 stig. SA Jötnar hafa áfram sex stig á botninum.

 

Josh Gribben skoraði þrennu fyrir Víkinga í kvöld, Andri Freyr Sverrisson, Andri Mikaelsson, Jóhann Már Leifsson og Gunnar Darri Sigurðsson 2 mörk hver og þeir Orri Blöndal, Hilmar Leifsson, Sigurður Sveinn Sigurðsson og Ingvar Jónsson sitt markið hver.

Fyrir SA Jötna skoraði Helgi Gunnarsson tvívegis og þeir Elmar Jósteinsson og Sigmundur Sveinsson sitt markið hvor.

Nýjast