SA Víkingar í góðum málum eftir sigur gegn SR

SA Víkingar fóru langleiðina með að tryggja sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni karla á Íslandsmótinu í íshokkí með 7:3 sigri gegn SR í Laugardalnum í kvöld. Þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir í deildarkeppninni hafa SA Víkingar fimm stiga forystu í efsta sæti deildarinnar með 35 stig, en SR hefur 30 stig í öðru sæti.

 

Það má því ansi mikið útaf bregða í síðustu tveimur deildarleikjum SA Víkinga svo heimaleikjarétturinn verði ekki norðan heiða. 

Sigmundur Sveinsson skoraði tvívegis fyrir SA Víkinga í kvöld og þeir Rúnar Freyr Rúnarsson, Jón Benedikt Gíslason, Andri Sverrisson, Sigurður Reynisson og Ingólfur Elíasson sitt markið hver.

Fyrir SR skoraði Egill Þormóðsson tvö mörk og Björn Sigurðarsson eitt.

Nýjast