Það má því ansi mikið útaf bregða í síðustu tveimur deildarleikjum SA Víkinga svo heimaleikjarétturinn verði ekki norðan heiða.
Sigmundur Sveinsson skoraði tvívegis fyrir SA Víkinga í kvöld og þeir Rúnar Freyr Rúnarsson, Jón Benedikt Gíslason, Andri Sverrisson, Sigurður Reynisson og Ingólfur Elíasson sitt markið hver.
Fyrir SR skoraði Egill Þormóðsson tvö mörk og Björn Sigurðarsson eitt.