SA-slagur í Skautahöllinni í kvöld

SA Jötnar og SA Víkingar eigast við í Skautahöll Akureyrar í kvöld kl. 19:30 á Íslandsmóti karla í íshokkí. Er liðin mættust fyrir viku síðan rótburstuðu Víkingar Jötna með 12 mörkum gegn 2. Með sigri í kvöld geta SA Víkingar minnkað forskot SR niður í eitt stig, en Víkingar hafa 21 stig í öðru sæti. Jötnar verma botnsætið með sex stig.

Nýjast