SA Jötnar fá SR í heimsókn í kvöld

SA Jötnar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí og hefst leikurinn kl. 19:30. SR missti nánast af tækifærinu til að fá heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni með tapi gegn SA Víkingum sl. laugardag, en getur með sigri í kvöld haldið smá líflínu í þeirri baráttu. Liðið er fimm stigum á eftir SA Víkingum í öðru sætinu með 30 stig, þegar tvær umferðir eru eftir. SA Víkingar hafa 35 stig á toppnum en Jötnar 17 stig í þriðja sæti.

SR leikurinn gegn Birninum í lokaleik deildarkeppninnar, en SA Víkingar eiga Jötna eftir á heimavelli og Björninn úti.

 

Nýjast