SA er komið í vænlega stöðu í baráttunni við Björninn um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna eftir 3:2 sigur í kvöld í Egilshöllinni. SA leiðir einvígið 2:0. Liðin mætast á miðvikudagskvöldið kemur í þriðja leik liðanna í Skautahöll Akureyrar kl. 19:00 og þar getur SA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
Sarah Smiley, Birna Baldursdóttir og Hrund Thorlacius skoruðu mörk SA í kvöld en Hanna Rut Heimisdóttir og Flosrún Vaka Jóhannesdóttir skoruðu mörk Bjarnarins.