Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í Skautahöll Akureyrar í kvöld kl. 19:00 í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistarartitilinn í íshokkí kvenna. SA hefur 2:0 yfir í einvíginu og getur með sigri í kvöld tryggt sér titilinn. Björninn er hins vegar í erfiðri stöðu en liðið þarf að vinna þrjá leiki í röð ætli það sér að hirða titilinn af norðanstúlkum sem eru ríkjandi meistarar.
Sjónvarpsstöðin N4 sendir beint út frá leiknum í Skautahöllinni en leikurinn hefst sem fyrr segir kl. 19:00.