Rúmlega 33 þúsund íbúar á Norðurlandi eystra

Akureyri i ,,sparifötunum
Akureyri i ,,sparifötunum" Mynd akureyri.is

Alls voru íbúar á Akureyri 20.634 þann 1. janúar síðastliðinn samkvæmt upplýsingum á Þjóðskrá og hefur orðið nokkur fjölgun milli ára, en 1. desember árið 2024, fyrir 13 mánuðum voru þeir 20. 050.

Alls eru íbúar á Norðurlandi eystra rúmlega 33.100 talsins.

Íbúar í Norðurþingi voru um áramót 3170 og hafði fækkað örlítið milli ára. Í Eyjafjarðarsveit voru 1233 íbúar, en voru 1230 síðla árs 2024. Í Hörgársveit voru íbúar 964 og hafði fjölgað á 13 mánaða tímabili úr 950. Í Svalbarðsstrandarhreppi bjuggu um áramót 519 íbúar og 381 í Grýtubakkahreppi. Í Þingeyjasveit voru 1579 íbúar.

Nýjast