Risaskammtur af ferðamönnum!

Í dag munu á milli 5000 og 6000 ferðamann koma til Akureyrar  með skemmtiferðaskipum en þetta lætur nærri að vera um 10% þess ferðamannafjölda sem væntanlegur er í bæinn í sumar með þessum hætti. Ferðamennirnir koma með þremur skemmtiferðaskipum, tveimur sem flokkast sem mjög stór og einu minna. Stóru skipin skiptast á að leggja að hafnarbakkanum og það sem kom í morgun mun síðan færa sig út á Poll til að rýma fyrir hinu.

Að sögn Pétur Ólafssonar skrifstofustjóra hjá Hafnasamlagi Norðurlands bjargast það að taka á móti öllum þessum fjölda en hann viðurkennir að best sé að ekki komi nema kannski tvö skip í einu. Þetta þýði mikið álag á rútur og leiðsögufólk og alla þjónustu sem verið sé að veita.  Skipin sem komu í dag heita Marco Polo sem er  lang minnst eða rúm 28 þúsund  tonn að stærð, Arcadia, sem er tæp  83 þúsund tonn og Aurora sem er rúm  76 þúsund tonn.

Nýjast