20. apríl, 2011 - 11:51
Fréttir
Á Norðurlandi eystra var atvinnuleysi í mars árið 2009 8,8%, í mars 2010 var það 7,9% og í mars 2011 6,6%. Í dag eru án atvinnu
á Norðurlandi eystra 1011 manns. Á Akureyri eru að fullu án atvinnu 477 manns, 300 karlar og 177 konur. Í aldurshópnum 16-29 eru 204 að fullu án
atvinnu, 126 karlar og 78 konur.
Í hópnum 30-55 ára eru 188 að fullu án atvinnu, 112 karlar og 76 konur og í hópnum 56-70 ára eru 85 manns að fullu án atvinnu, 62
karlar og 23 konur. Þetta kom fram á síðasta fundi almannaheillanefndar Akureyrar.