Rekstur dreifingarstöðvar ÁTVR á Akureyri verði heimilaður

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að fjármálaráðuneytið heimili rekstur dreifingarstöðvar ÁTVR á Akureyri. Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá skoðun bæjaryfirvalda að nauðsynlegt sé að koma á flutningsjöfnunarkerfi til að jafna flutningskostnað fyrirtækja sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.    

Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær en þar segir ennfremur: Nú þegar fyrirtæki standa frammi fyrir erfiðari rekstrarskilyrðum en áður er þörfin á að hrinda þessu réttlætismáli í framkvæmd brýnni en nokkru sinni.  
Bæjarstjórn leggur einnig til að Alþingi láti  gera hagkvæmniathugun á strandsiglingum um landið.

 

Nýjast