15. febrúar, 2011 - 12:26
Fréttir
Á síðasta fundi félagsmálaráðs Akureyrar kynntu framkvæmdastjórar rekstrarniðurstöður deilda ráðsins fyrir
árið 2010 eins og þær liggja fyrir. Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar kynnti rekstur búsetudeildar sem var í
jafnvægi. Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti rekstrarniðurstöður heilsugæslunnar sem fóru aðeins fram
úr áætlun.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar sem var jákvæður á árinu. Guðrún
Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti rekstrarniðurstöðu fjölskyldudeildar sem gekk vel á liðnu ári. Í heild
lítur út fyrir að rekstur deilda ráðsins hafi verið í samræmi við áætlanir. Félagsmálaráð lýsti yfir
ánægju með niðurstöðu rekstrar.