Réðist á starfsmann fjölskyldu- deildar Akureyrarbæjar

Kona var dæmd í skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku fyrir að ráðast á starfsmann fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar og hóta honum lífláti. Atburðurinn átti sér stað á bifreiðastæði við Rósenborg fimmtudaginn 14. janúar sl.  

Konan veittist að starfsmanninum þar sem hann var að sinna skyldustörfum og sló hann m.a. í andlitið, henti honum á bifreið og kastaði í hann handfangi sem ákærða hafði rifið af hurð bifreiðinnar.

Nýjast