Rannveig Oddsdóttir, UFA, var valin langhlaupari ársins í kvennaflokki en Björn Margeirsson í karlaflokki. Er þetta niðurstaða kosningar sem fram fór á hlaup.is. Þá var Rannveig einnig valin íþróttamaður ársins 2010 hjá UFA á Nýársfagnaði félagsins sl. föstudag.
Rannveig, 37 ára, varð á síðasta ári Íslandsmeistari í maraþonhlaupi kvenna en hún sigraði öll þau hlaup sem hún tók þátt í.