Rakel Hönnudóttir skrifaði undir nýjan samning við Þór/KA
12. nóvember, 2008 - 22:34 Fréttir
Landsliðskonan í knattspyrnu, Rakel Hönnudóttir, hefur framlengt samning sinn við Þór/KA. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við
liðið og þar með er bundinn endir á miklar vangaveltur um framtíð hennar.
Óhætt er að segja að þetta séu jákvæð tíðindi fyrir knattspyrnuna á Akureyri. Rakel lék mjög vel með liði
Þórs/KA í Landsbankadeildinni í sumar, varð m.a. næst markahæsti leikmaður deildarinnar og var valin úr úrvalslið deildarinnar
í mótslok.
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.
Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og lífið færist aftur i fastar skorður. Eitt af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.
Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.
Um áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrám Norðurorku. Þessar hækkanir koma til ,,vegna greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana"
Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025. Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.
Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.
Kæru kirkjugestir
Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.