Ráðningaferli hafið hjá PCC á Bakka

PCC á Bakka.
PCC á Bakka.

Í nóvember síðast liðnum bárust þær fregnir að PCC BakkiSilicon muni ræsa verksmiðju sína á Húsavík að nýju með vorinu og að til stæði að ráða fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramótum.

Eins og greint hefur verið frá greip PCC til tímabundinnar stöðvunar á ofnum verksmiðjunnar í ágúst sl. til að gera nauðsynlegar endurbætur á reykhreinsivirki hennar. Vegna erfiðra heimsmarkaðsaðstæðna sem sköpuðust í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins var ákveðið að endurræsa verksmiðjuna að nýju fyrr en aðstæður yrðu betri.

Í kjölfarið þurfti óhjákvæmilega að grípa til hópuppsagna, en enn starfa þó ríflega 50 manns hjá fyrirtækinu sem vinna markvisst að frekari endurbótum á búnaði og undirbúningi endurræsingar. 

Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka staðfesti við Vikublaðið að ráðningaferli væri nú hafið að nýju. „Ráðningaferli er hafið, nýjir starfsmenn fara að týnast inn til okkar í mars,“ sagði hann og bætti við að eftir sem áður væri stefnt að því að ræsa verksmiðjuna á ný í apríl.

-epe


Athugasemdir

Nýjast