Ég var aðeins byrjaður að munda prjónana áður en ég hætti störfum. Þetta er svo afslappandi og skemmtilegt. Núna sit ég flest kvöld og prjóna fyrir framan sjónvarpið, segir Ólafur Ásgeirsson fyrrum aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri til margra ára. Ólafur situr ekki auðum höndum þó hann sé hættur að vinna og prjónar húfur í öllum stærðum og gerðum, m.a. á þekkta stjórnmálamenn.
Ég hef alltaf verið mjög pólitískur og er mikill framsóknarmaður. Ég er búinn að prjóna húfu á Höskuld Þór Þórhallsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann. Svo er ég einnig að prjóna húfur á Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og föður hans Thorvald Stoltenberg. Ég sendi þær út fljótlega."
Þetta er aðeins brot úr viðtali við ÓIaf sem hægt er að nálgast í heild sinni í prentútgáfu Vikudags.