Páll Viðar Gíslason, þjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu karla, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Páll tók við liðinu í lok maí af Lárusi Orra Sigurðssyni og kom liðinu upp í úrvalsdeild.
Unnsteinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir á heimasíðu félagsins að þetta séu mikil gleðitíðindi fyrir klúbbinn og liður í því að halda stöðugleika hjá félaginu.