Óveður í austanverðum Eyjafirði, á Víkurskarði og Mývatnsheiði

Á Norðurlandi er Hringvegurinn auður austur í Skagafjörð en flughált er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Flughált er einnig á Öxnadalsheiði og á köflum við vestanverðan Eyjafjörð. Það er óveður í austanverðum Eyjafirði, á Víkurskarði og Mývatnsheiði . Ófært er á Hólasandi og Hálsum.

Vonskuveður er á Austurlandi og ófært eða flughált víðast hvar. Frá Djúpavogi og vestur í Öræfi er hált á köflum en vegir eru auðir vestan Öræfa. Flughált er í Reykhólasveit og vestur í Flókalund en einnig á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdáni. Þá er flughált á Gemslufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og á köflum í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp. Vegir eru auðir á Suður- og Suðvesturlandi. Á Snæfellsnesi og í Dölum eru víða hálkublettir eða krapi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Nýjast