Þór átti ekki í vandræðum með lið Ármanns á heimavelli í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Þór vann leikinn örugglega með 95 stigum gegn 52 gestanna. Með sigrinum eru Þórsarar komnir með 22 stig í öðru sæti deildarinnar. Ármann situr hins vegar áfram á botninum með fjögur stig.
Sigurður Tobíasson var stigahæstur Þórsara í kvöld með 20 stig og Baldur Már Stefánsson kom næstur með 19 stig. Fyrir Ármann var Steinar Aronsson stigahæstur með 19 stig og Illugi Auðunsson skoraði 12 stig.