Öllum skipverjum á Sólbak EA sagt upp störfum

Öllum skipverjum á Sólbak EA ísfisktogara Brims, um 20 manns, hefur verið sagt upp störfum. Þetta var tilkynnt á fundi með skipverjum fyrir brottför frá Akureyri í gær. Skipverjarnir eru með misjafnlega langan uppsagnarfrest, frá einum og upp í sex mánuði en að flestir eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest.  

Eins og fram hefur komið hefur dótturfélag Samherja keypt eignir Brims á Akureyri og segir Karl Már Einarsson útgerðarstjóri Brims að þetta tengist þeim breytingum. "Nýir eigendur hafa þá svigrúm til að hagræða, telji þeir þörf á því," segir Karl. Hann segir að ekki liggi fyrir hvenær Sólbakur verður afhentur nýjum eigendum og að Brim muni gera skipið áfram út eitthvað fram eftir sumri.

Nýjast