Lögreglan og Bj.sv. Súlur aðstoðuðu talsverðan fjölda starfsmanna Sjúkrahúss Akureyrar , Dvalarheimilisins Hlíðar og Kjarnalundar sem og nokkurra sambýla við að komast til og frá vinnu en almennar samgöngur lágu niðri í dag. Þá kom til tveggja sjúkraflutninga hér innanbæjar þar sem sjúkraflutningsmenn þurftu aðstoð frá björgunarsveitarmönnum til að sinna sínum störfum en mikil ófærð var í þeim götum sem fara þurfti í. Í lokin vill lögreglan árétta að fólk kanni ítarlega um veður og færð áður en það leggur af stað að heiman frá sér en nú hafa flestar af aðal götum Akureyrar verið mokaðar en húsagötur eru vart færar nema fyrir jeppa og jepplinga en lítið þarf útaf af bregða til að færð spillist aftur. Þá má geta þess að allar leiðir út frá Akureyri eru þungfærar eða ófærar.