Oddur Gretarsson í U17 landsliðinu

Oddur Gretarsson, sem leikur með Þór í 3. fl. í handbolta og er farinn að banka á dyrnar í mfl. og 2. fl. Akureyrar, stóð í ströngu fyrir stuttu með U17 ára landsliðinu.

Landsliðið tók þá þátt í æfingamóti þar sem þeir spiluðu gegn meistaraflokksliðum félaga á Íslandi, en mótið fór fram á Selfossi. U17 ára liðið varð í öðru sæti mótsins eftir tap gegn Haukum í úrslitaleik.

Oddur sagði í samtali við Vikudag að hann væri ánægður með eigin frammistöðu og sér hafi gengið vel. Hann tók þátt í þremur leikjum, skoraði sjö mörk í þeim fyrsta, þrjú í öðrum og eitt í þeim síðasta, reyndar lék hann lítið í þeim leik.

Nýjast