03. apríl, 2011 - 10:46
Fréttir
Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrar á föstudag var tekið erindi frá Þorgeiri Jónssyni f.h. Ferðamálafélags Hríseyjar,
með ósk um að fá snjótroðara sem staðsettur er í Hrísey til afnota eða eignar en hann hefur verið afskrifaður úr bókum
Akureyrarkaupstaðar. Fyrirhugað er að nýta hann til að gera brautir fyrir gönguskíðafólk og þannig að byggja upp ferðaþjónustu
allt árið í Hrísey.
Framkvæmdaráð samþykkti að Ferðamálafélag Hríseyjar fengi snjótroðarann til eignar.