Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi fjallar um verki í nýjasta hlaðvarpi Heilsu og sál.
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sál. um efni sem snertir ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.
Hér fyrir neðan er hlekkurinn á nýja þáttinn ásamt kynningu og auglýsingu.
Í gær var tilkynnt hvaða einstaklingar hefðu hlotið sæmdarheitin Íþróttakona og Íþróttakarl hjá Þór árið 2025. Í kvennaflokki var fótboltakonan Hulda Björg Hannesdóttir kjörin og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur viðurkenninguna. Í karlaflokki var það fótboltamaðurinn Sigfús Fannar Gunnarsson sem var kjörinn og er það einnig fyrsta skiptið sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðni Arnar Guðnason, sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstöðulæknir lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í fjarveru Guðjóns Kristjánssonar. Að hans sögn eru tækifærin mörg þegar kemur að frekari uppbyggingu lyflækninga á SAk en jafnframt áskoranir sem snúi fyrst og fremst að mönnun og að tryggja þekkingu til framtíðar.
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.
Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og lífið færist aftur i fastar skorður. Eitt af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.
Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.
Um áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrám Norðurorku. Þessar hækkanir koma til ,,vegna greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana"