Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi fjallar um verki í nýjasta hlaðvarpi Heilsu og sál.
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sál. um efni sem snertir ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.
Hér fyrir neðan er hlekkurinn á nýja þáttinn ásamt kynningu og auglýsingu.
Skrifað hefur verið undir samninga um sameiningu á Ferro Zink og Metal með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og Samkeppniseftirlitsins. Með sameiningu þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja verður til eitt öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðar á landinu með yfir 70 starfsmenn og starfsstöðvar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en ársvelta þessara félaga var samtals tæpir 5 milljarðar í fyrra.
Tilboð bárust frá tveimur lögaðilum í lóðirnar við Hofsbót 1 og 3, en frestur til að sækja um rann út í gær. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna í lóðirnar og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Þingeyjarsveit vill benda íbúum á einstakt útivistarsvæði sem margir hafa ekki enn uppgötvað, Hálsmelana. Árið 2022 var vígður 1,4 km langur göngustígur sem liggur um melana og býður upp á nærandi útivist í afar fallegu umhverfi.
Mig langar að þakka ykkur öllum sem hafa lesið lokaorðin mín á undanförnum vikum. Það er mér sérstaklega ánægjulegt að einhverjum skuli þykja skemmtilegt að lesa það sem ég hef skrifað. En í þetta sinn ætla ég að vera bæði leiðinlegur og skrítinn. Það er mér hvort sem er tamara.
„Við höfum lengi horft til Akureyrarvallar með hátíðahöld verslunarmannahelgarinnar og nú prófum við það. segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðarstofu Norðurlands sem sér um hátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgi á Akureyri. Samkomuhald sem var á flötinni við Leikhúsið verður fært á Akureyrarvöll. Margt sé spennandi og jákvætt við flutninginn.
Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á Akureyri sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur haft á sinni könnu verða lagðar niður 1. ágúst næstkomandi. HSN er með breyttu fyrirkomulagi að forgangsraða sínum verkefnum með því að beina kröftum sínum enn frekar til aldraðra einstaklinga sem í auknum mæli þurfa sérhæfða heilbrigðisþjónustu hvort sem er á heilsugæslu eða í heimahjúkrun. Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með fyrirhugaða breytingu.
Bergur Elías Ágústsson, rekstrarstjóri Hafna Norðurþings segir mikla áherslu hafa verið lagða á að bæta ásýnd og að efla ímynd og gæði þjónustu hafnanna síðasta árið