Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi fjallar um verki í nýjasta hlaðvarpi Heilsu og sál.
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sál. um efni sem snertir ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.
Hér fyrir neðan er hlekkurinn á nýja þáttinn ásamt kynningu og auglýsingu.
Minningarbekkur til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936) hefur verið vígður í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit.
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.
Alls fengu foreldrar 81 barns heimgreiðslur frá Akureyrarbæ árið 2024. Greiðslur námu tæplega 38,6 milljónum króna. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hafa foreldrar 61 barns fengið heimgreiðslur að upphæð 15,5 milljónir króna.
Skrifað hefur verið undir samninga um sameiningu á Ferro Zink og Metal með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og Samkeppniseftirlitsins. Með sameiningu þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja verður til eitt öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðar á landinu með yfir 70 starfsmenn og starfsstöðvar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en ársvelta þessara félaga var samtals tæpir 5 milljarðar í fyrra.
Tilboð bárust frá tveimur lögaðilum í lóðirnar við Hofsbót 1 og 3, en frestur til að sækja um rann út í gær. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna í lóðirnar og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Þingeyjarsveit vill benda íbúum á einstakt útivistarsvæði sem margir hafa ekki enn uppgötvað, Hálsmelana. Árið 2022 var vígður 1,4 km langur göngustígur sem liggur um melana og býður upp á nærandi útivist í afar fallegu umhverfi.