4. sept - 11. sept - Tbl 36
Ný verslun Krónunar opnar 1 des. n.k.
Nú styttist í opnum nýrrar 2000 fermetra verslunar Krónunnar við Hvannavelli á Akureyri en fyrirhugað er að opnað verði þann 1 des n.k. Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri segir að kassakerfi búðarinnar sé uppsett og tilbúið eins sé með rekka og innréttingar. Unnið er að uppsetningu og tenginu kæla og frystitækja en það sé mikið verk.
Nú tekur við lokaspretturinn í að gera búðina klára fyrir opnun og segir Bjarki að von sé á liðsauka frá Reykjavik í það verk. ,,Handtökin verða mjög mörg og dagarnir munu án efa verða ansi langir á lokasprettinum en það er nú bara íslenska leiðin“ sagði Bjarki hvergi banginn.
,,Við viljum leggja mikla áherslu á ferskvöru bæði í kjöti, grænmeti og ávöxtum. Tveir kjötiðnaðarmenn hafa verið ráðnir til þess að tryggja viðskiptavinum okkar það besta sem völ er á hverju sinni í kjöti“ sagði Bjarki að lokum.
Athugasemdir