Samfélags- og mannréttindaráð leggur áherslu á að málinu verði veitt brautargengi þar sem starfsemi félagsmiðstöðva er orðin mun faglegri en áður og hefur allar forsendur forvarna í víðum skilningi. Ráðið sér eflingu félagsmiðstöðva sem leið til að bregðast við þeim vísbendingum um að í þeim sveitarfélögum þar sem skorið hefur verið niður í starfsemi félagsmiðstöðva hafi neysla vímuefna aukist til muna. Samfélags- og mannréttindaráð lítur því á þetta sem nauðsynlegt tækifæri til inngrips.