Norska strandgæslan færði togarann Sólbak EA til hafnar

Sólbakur EA, ísfisktogari Brims, var færður til hafnar í Noregi í gærkvöld af norsku strandgæslunni, samkvæmt því sem fram kemur norska vefmiðlinum itromsö.no. Togarinn var á veiðum í norskri lögsögu og samkvæmt fréttum fór togarinn á milli veiðisvæða án þess að tilkynna það og hann var því færður til hafnar í Tromsö. Málið er í höndum lögreglunnar ytra, sem hefur sektað skipstjóra og útgerð um 70.000 norskar krónur.

Í fréttinni kemur einnig fram að áhöfn Sólbaks hafi reynt að ná sambandi við strandgæsluna án árangurs og því hafi verið ákveðið að sigla heim á leið. Norsk lög kveða hins vegar á um að skoða eigi aflann áður en farið er úr landhelginni.

Nýjast