Norður Hjálp útdeildi styrkjum að andvirði tæpra tveggja milljóna króna í september s.l.
Norður-Hjálp birtir á Facebook vegg þeirra í kvöld frétt um styrki þá sem þau gátu útdeilt i s.l.mánuði og er óhætt að segja að þar sé vel unnið.
Í umræddri kemur eftirfarandi fram.:
,,Þið einstöku vinir okkar Í síðasta mánuði styrktum við fyrir um 2 milljónir þar af Bónuskort f.rétt um 1.7 milljónir. Þetta gætum við ekki án ykkar hvort sem þið hafið gefið, verslað eða bara hvatt okkur t.d. með því að kíkja í kaffi og spjall og sjálfboðaliðarnir okkar ótrúlegu klikka ekki
Jà hjörtu okkar eru barmafull af gleði og þakklæti og mikið væri gott ef þið væruð til í að deila upplýsingum um okkur.
Ást og friður út í kosmosið."
Fjöldi fólks hefur gert góð kaup hjá þeim í Norður Hjálp og styrkt starfsemina með þvi.