Norðlensk tíðindi dagsins á N4

N4 Sjónvarp hefur undanfarin tvö ár fjallað um norðlenskt mannlíf alla virka daga þætti sem ber nafnið „Að norðan". Að auki hafa þar verið sýndir þættirnir: 2 gestir, Fróðleiksmolinn, Helgarnir , föstudagsþátturinn og sýndir hafa verið bæjarstjórnarfundir frá Akureyri, svo eitthvað sé nefnt.  

Nú  á að bæta við nýjung, alla mánudaga til fimmtudaga kl. 18:15 ætla þau Kristján Kristjánsson og Hilda Jana Gísladóttir að fjalla um og ræða norðlensk tíðindi líðandi stundar. Þorvaldur Jónsson, framkvæmdarstjóri N4 segir að með þessu vilji N4 efla þjónustu sína við áhorfendur. Hann segir að áhorf á stöðina hafi margfaldast og að rekstrargrundvöllur fyrir landsbyggðar sjónvarp sé loks að verða að veruleika.

Nýjast