Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 15-22 ára fór fram í Laugardagshöllinni um liðna helgi. Alls kepptu 222 keppendur frá 17 félögum á mótinu. UFA átti 16 keppendur á mótinu og vann félagið til níu Íslandsmeistaratitla.
Má þar nefna að Bjarki Gíslason bætti vikugamalt Íslandsmet sitt í stangarstökki á mótinu í flokki 20-22 ára er hann stökk 4,83 m. UMSE átti níu keppendur á mótinu sem allir unnu til verðlauna. Hæst ber að nefna árangur Guðbjargar Óskar Sveinsdóttur. Hún sigraði í 60 m grindahlaupi, vann silfurverðlaun í langstökki og bronsverðlaun í þrístökki.
Nánar verður fjallað um árangur einstaka keppenda í Vikudegi næstkomandi fimmtudag.