Nítjánda umferð N1-deildar karla klárast í kvöld

Nítjánda umferð N1-deildar karla í handbolta klárast í kvöld með þremur í leikjum þar sem Akureyri sækir HK heim í Digranesið. Norðanmenn hafa 29 stig á toppi deildarinnar en FH er í öðru sæti með 25 stig og sækir Selfoss heim í kvöld.

Akureyri dugir sigur í kvöld til þess að verða deildarmeistari, sama hvernig fer í leik Selfossar og FH. Akureyri yrði þá með fjögurra stiga forystu fyrir síðustu tvær umferðirnar og hefur betri árangur úr innbyrðis viðureignum gegn Hafnarfjarðarliðinu.

 

HK er í fjórða sætinu með 20 stig, jafnmörg stig og Haukar en Fram hefur stigi meira í þriðja sæti. Framundan er mikil barátta þessara þriggja liða um tvö sæti í úrslitakeppninni en Akureyri og FH eru nokkuð örugg þar inn. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir HK-menn og munu þeir eflaust veita toppliði Akureyrar harða baráttu í kvöld.

 

Leikir kvöldsins eru:

HK-Akureyri kl. 18:30

Selfoss-FH 19:30

Valur-Afturelding 19:30

Nýjast