07. október, 2010 - 14:18
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var samþykkt bókun, þar sem ráðið mótmælir harðlega þeim fyrirhugaða
niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011. Furðu vekur
að um 70% af niðurskurðinum á sér stað utan höfuðborgarsvæðisins.
Niðurskurður sem boðaður er gagnvart heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi er gróf aðför að búsetuskilyrðum á svæðinu og
mun hafa víðtæk áhrif á lífsskilyrði þar, segir ennfremur í bókun bæjarráðs.