Niðurröðun fyrir landsdeildir karla og kvenna í sumar staðfestar

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna í sumar. Fyrsta umferð í 1. deild karla fer fram sunnudaginn 9. maí. Þór hefur leik á heimavelli þar sem liðið fær Fjölni í heimsókn, en Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni í fyrra.

KA byrjar tímabilið á útivelli og sækir Þrótt R. heim í fyrsta leik.Pepsi- deild kvenna hefst svo á fimmtudeginum 13. maí, þar sem Þór/KA á útileik gegn Grindavík í fyrsta leik.

 

Einnig hefur niðurröðun verið staðfest fyrir VISA- bikarinn. Í karlaflokki sækir Þór Hvöt heim, en KA fær heimaleik gegn sigurvegaranum úr leik Draupnis og Kormáks.

Nýjast