Nefið hvarf af snjókarlinum

Aðfaranótt síðastliðins laugardags hvarf nefið af snjókarlinum á Ráðhústorgi en lokið var við gerð hans daginn áður. Snjókarlinn saknar sárt nefsins og eru allir þeir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um hvar það er niður komið beðnir að láta vita í síma 460 1000 eða með tölvupósti í netfangið info@visitakureyri.is.  

Nefið er um tveggja metra langt úr frauðplasti og standa neðan úr því steypustyrktarjárn sem notuð voru til að festa það við snjókarlinn. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast