Námsstefna um aðgerðarmál í annað sinn

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra/Facebook
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra/Facebook
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra hittust nýverið á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“.
Þátttakendur voru um 50 talsins sem allir koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.
Margir fyrirlestrar voru á dagskrá, þeir fjölluðu meðal annars um náttúruvána í umdæminu, tæknimál varðandi dróna og streymi, nýjar áherslur hjá Ferðamálastofu varðandi utanumhald með ferðaþjónustufyrirtækjum og þá stöðu sem kemur upp þegar viðbragðsaðilar lenda sjálfir í slysum við störf sín. Fyrirlesarar komu meðal annars frá embætti Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Veðurstofu Íslands og Ferðamálastofu.
 
Þetta er í annað sinn slík námsstefna er haldin, en hún var fyrst haldin í febrúar 2023. Námsstefna sem þessi eflir og tengir allar viðbragðseiningar enn betur saman þegar síðan reynir á í aðgerðum og samstarfi.


Athugasemdir

Nýjast