Nágrannaslagur í fyrstu umferð VISA-bikarins

Það verður nágrannaslagur á Dalvíkurvelli í fyrstu umferð VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu, en þá mætast Dalvík/Reynir og Magni. Dregið var í dag í fyrstu tvær umferðirnar í karla-og kvennaflokki.

Draupnir mætir Kormáki í Boganum en fyrsta umferðin verður leikinn sunnudaginn 1. maí. Sigurvegarinn úr viðureign Draupnis og Kormáks mætir KA í 2. umferð en Dalvík/Reynir eða Magni mætir KF í 2. umferð.

Úrvalsdeildarliðin koma ekki inni í keppnina fyrr en í 16-liða úrslitum í karlaflokki, en Þórsarar eru sem kunnugt er í þeim hópi. Í kvennaflokki kemur Þór/KA inn í 32-liða úrslitum.

Nýjast