Nafn drengsins sem saknað er í Eyjafirði

Pilturinn sem saknað er við Núpá í Eyjafirði.
Pilturinn sem saknað er við Núpá í Eyjafirði.

Pilturinn sem saknað er við Núpá í Eyjafirði, og leitað hefur verið að frá því tilkynning barst lögreglu um að slys hafi átt sér stað á miðvikudagskvöld, heitir Leif Magnús Grétarsson til heimilis að Heiðarvegi 58 Vestmannaeyjum. Fram kemur á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að pilturinn sé 16 ára gamall, fæddur í Noregi árið 2003.

Leitin hefur enn engan árangur borið en leit heldur áfram í dag. 


Nýjast