Ennfremur segir í ályktuninni. "Það ber að líta á aðgerðir stjórnenda Ríkisútvarpsins ohf sem landsbyggðarfjandsamlegar og það má furðulegt teljast að þeim sömu stjórnendum skuli detta í hug að ráðast að þessari mikilvægu starfssemi útvarps allra landsmanna úti í hinum dreifðu byggðum. Samfylkingin á Akureyri skorar á ráðherra menntamála og ríkisstjórnina alla að hafa vit fyrir stjórnendum Ríkisútvarpsins og sjá til þess að þessi skammsýna og fjandsamlega atlaga fyrirtækis í eigu allra landsmanna að landsbyggðinni verði ógilt og starfssemi svæðisstöðvanna verði haldið óbreyttri þannig að hún geti áfram þjónað svæðum þar sem þær gegna lykilhlutverki."