Möl og sandur endurvakið á Akureyri

Steypufyrirtækið Möl og sandur verður endurvakið á Akureyri og mun starfssemi fyrirtækisins hefjast formlega um næstu mánaðarmót. Þetta gerist í kjölfar gjaldþrots BM Vallá en eins og Vikudagur greindi frá í síðustu viku lagðist starfssemi BM Vallá niður á Akureyri þann 21. maí sl. Möl og Sandur var tekið inn í starfssemi BM Vallá árið 2003, en mun núna starfa undir gamla nafninu á ný.

Hjörtur Narfason, forstöðumaður BM Vallá á Norðurlandi, segir að Möl og sandur verði með söluumboð á steypuhellum frá BM Vallá og reiknar með að almenn steypusala verði kominn á fullt um mánaðarmótin. Aðspurður segir Hjörtur ekki búast við að þeir 17 manns sem misstu vinnunna við gjaldþrot BM Vallá verði ráðnir til starfa. Hann reiknar með að starfsmenn fyrirtæksins verði um 5-6 til þess að byrja með.

Nýjast