"Ég hef ekki skýringu á því af hverju dró svona mikið úr kjörsókn þegar leið á daginn en kannski hefur veðrið haft eitthvað um það að segja," sagði Helga. Hún sagði að venjan á Akureyri væri sú að rólegt væri á kjörstað eftir kvöldmat.
Í stjórnlagaþingskosningunum í fyrra höfðu 22% kosið kl. 19.00, í síðustu Icesave-kosningunum höfðu 46,47% kosið kl. 19.00 en í alþingiskosningunum árið 2009 var kosningaþátttakan á Akureyri tæp 64% kl. 19.00.