Mjög hefur dregið úr kosningaþátttöku á Akureyri

Mjög hefur dregið úr kosningaþátttöku á Akureyri eftir því sem liðið hefur á daginn, samkvæmt upplýsingum Helgu Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar. Eins og fram kemur hér á síðunni, tóku Akureyringar vel við sér og fjölmenntu á kjörstað í morgun og kl. 11.00 var kjörsókn 9,02% en núna kl. 19.00 var kjörsókn 52,11% en þá höfðu 6842 kosið í Verkmenntaskólanum á Akureyri.  

"Ég hef ekki skýringu á því af hverju dró svona mikið úr kjörsókn þegar leið á daginn en kannski hefur veðrið haft eitthvað um það að segja," sagði Helga. Hún sagði að venjan á Akureyri væri sú að rólegt væri á kjörstað eftir kvöldmat.

Í stjórnlagaþingskosningunum í fyrra höfðu 22% kosið kl. 19.00, í síðustu Icesave-kosningunum höfðu 46,47% kosið kl. 19.00 en í alþingiskosningunum árið 2009 var kosningaþátttakan á Akureyri tæp 64% kl. 19.00.

Nýjast