Mikill áhugi fyrir Útsvari

Klukkan eitt eftir hádegi í dag var byrjað að afhenda miða í sal fyrir beina útsendingu á Útsvari annað kvöld, sem lið Akureyrar og Norðurþings eigast við í úrslitum spurningakeppninnar. Um 250 miðar voru í boði fyrir Akureyringa og kláruðust þeir á örskammri stundu. Urðu margir frá að hverfa.  

Álíka margir miðar voru í boði í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Rétt upp úr hádegi náði biðröð áhugasamra langt út á stétt fyrir framan Menningarhúsið Hof. Þeir sem ekki fengu miða eru þó hvattir til að mæta í Hof annað kvöld og upplifa stemmninguna. Keppnin verður sýnd á risatjaldi í minni salnum Hömrum en útsendingin verður af stóra sviði Hamraborgar. Má búast við bráðskemmtilegri stemmningu í húsinu. Salurinn verður opnaður kl. 19.30 og útsendingin hefst kl. 20.10. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Nýjast