Mikill áhugi fyrir ungbarnasundi á Akureyri

Mikill áhugi er fyrir ungabarnasundi sem boðið er uppá í innilauginni í kjallara Sundlaugar Akureyrar. Ungbarnasund hefur verið í boði á Akureyri í um 20 ár en um kennsluna nú sjá þær Ingibjörg Magnúsdóttir og Tinna Stefánsdóttir. Ingibjörg segir að börnin séu að byrja frá rúmlega þriggja mánaða aldri til 9 mánaða.  

"Við mælum með að byrja 4-5 mánaða því þá eru börnin hvað móttækilegust. Þátttakan er mjög stöðug, oftast nær eru tveir byrjendahópar og svo einn framhaldshópur í gangi sem í eru um 25 - 30 börn. Báðir foreldarar eru að mæta í tímana en þó er algengara að mömmurnar séu með þeim en það kemur líka fyrir að pabbarnir sjái alfarið um sundið."

Ingibjörg segir að þetta sé mjög skemmtileg samvera og framfarir barnanna miklar. "Eins er líka gaman fyrir foreldra að hitta aðra sem eru í sömu sporum með ungabarn og stundum  myndast mjög góð stemmning og  jafnvel fer fólk að hittast utan sundtímanna á göngu eða bara til að spjalla."

Nýjast