Stórhríð er á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Berufirði. Fjarðarheiði er þungfær en ófært er bæði
á Breiðdalsheiði og Öxi. Varað er við óveðri á Kjalarnesi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en annars
eru vegir auðir á Vesturlandi. Á Vestfjörðum eru vegir víðast auðir en þó er töluvert hált á Hrafnseyrarheiði og
Dynjandisheiði, og hálkublettir á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði.
Stórhríð er á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Berufirði. Fjarðarheiði er þungfær en ófært er bæði
á Breiðdalsheiði og Öxi.
Það eru hálkublettir sumstaðar í uppsveitum á Suðurlandi. Óveður er víða með suðausturströndinni og vestur fyrir Vík.
Þar eru einnig hálkublettir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.