Mikil loftmengum

Akureyri og Húsavík skera sig greinlega út.
Akureyri og Húsavík skera sig greinlega út.

Á mælum Umhverfisstofnunar má sjá að mikil loftmengun er á Akureyri og Húsavík þessa stundina, niðurstöður mælinga eru táknaðar með eldrauðum lit.

Á áðurnefndri heimasíðu segir þetta um stöðuna þegar hún er flokkuð rauð.

,,Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.“

Líklegt er að sambland af gosmengun frá Reykjanesi og moldroki af hálendinu sé það sem þessu veldur.  Hvort sem er er vert að gefa þessu gaum.

Hér fyrir neðan er að finna slóð á mælingar Umhverfisstofnunar.

 https://xn--loftgi-tua4f.is/?zoomLevel=7&lat=65.69632687522467&lng=-18.71101870198432

Myndin tekin framan við Melgerðismela     Mynd Sigfús Ólafur


Athugasemdir

Nýjast