Af öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði má nefna að fædd börn með lögheimili í Eyjafjarðarsveit voru í fyrra samtals 15, en 14 árið á undan. Í Dalvíkurbyggð voru fædd börn í fyrra 26, en þau voru 33 árið 2009. Í Hörgársveit fæddust tvö börn á síðasta ári, en þau voru fimm árið á undan.
Í Svalbarðsstrandarhreppi fæddust í fyrra átta börn, en þau voru þremur færri árið 2009. Í Grýtubakkahreppi var sömuleiðis meiri frjósemi, fædd börn í fyrra voru sex, en tveimur færri árinu á undan.