Mikið um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefur starfað af miklum krafti í vetur og er komið að vorsýningunni sem jafnan þykir viðburður. Í ár verða frumflutt verk eftir yngri og eldri hópana sem sett hafa verið saman af kennurum vetrarins Þórhildi Örvarsdóttur og Ástu Sighvats Ólafsdóttur ásamt leikurum hússins þeim Aðalbjörgu Árnadóttur og Hannesi Óla Ágústssyni.   Sýnt verður laugardaginn 27. apríl í Samkomuhúsinu. Yngri hópar eru á sviðinu kl. 15:00 og þeir eldri kl. 17:00

Það er fleira á boðstólnum hjá LA um helgina því hin rómaða danssýning Já elskan verður sýnd í Rýminu á föstudags og laugardagkvöld kl.20:00. Sýningin var frumflutt í Þjóðleikhúsinu í desember og fékk mjög góða dóma, var m.a tilnefnd til Menningarverðlauna DV.  Höfundur verksins, Steinunn Ketilsdóttir, er þekkt fyrir persónuleg og tjáningarrík dansverk, kómísk en á sama tíma kaldhæðin. Hún tekst í þetta skiptið á við hugmyndir um fjölskylduna.
Hvað heldur fjölskyldum saman? Hvað sundrar þeim? Hvað er brotin fjölskylda? Hvernig aðlögum við okkur í samskiptum við ástvini – og hver eru þolmörk okkar?

Nýjast