01. október, 2010 - 14:47
Fréttir
Miðbær Akureyrar iðar af lífi þessa stundina en þar er nú mikill fjöldi fólks. Þar eru m.a. farþegar og áhafnarmeðlimir af
skemmtiferðaskipinu Grand Princess, sem kom til Akureyrar í morgun og nemar á Háskólanum á Akureyri, sem í dag standa fyrir svokölluðu
Sprellmóti. Allt fer þó vel fram og hinir erlendu gestir fylgjast grannt með háskólanemunum sem skemmta sér á Ráðhústorgi.
Grand Princess er síðasta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu á Akureyri þetta sumarið. Alls komu 57 skemmtiferðaskip til Akureyrar í sumar,
álíka mörg og í fyrrrasumar, en þau sem nú komu voru að jafnaði stærri og því með fleiri farþega. Um borð í
þessum skipum voru um 55 þúsund farþegar og í áhöfn þeirra um 25 þúsund manns. Ráðgert er að svipaður fjöldi
skemmtiferðaskipa komi til Akureyrar á næsta sumri.