16. febrúar, 2011 - 20:36
Fréttir
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og
iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í
menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að
árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
- Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og
tengja íbúa á Norðurlandi eystra
- Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna
- Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista
- Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Úthlutun fer fram í apríl. Fyrirvari er gerður um undirritun nýs menningarsamnings við ríkið fyrir
þann tíma. Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2011.
Úthlutað verður einu sinni á árinu 2011. Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2011.