Meirihlutinn heldur velli í Norðurþingi

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík. Mynd/epe
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík. Mynd/epe

Meirihlutinn í Norðurþingi heldur velli eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fóru fram í gær. D-listi Sjálfstæðisflokks tapar talsverðu fylgi og einum fulltrúa fengu 369 atkvæði (23,9%). V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháð fengu 262 atkvæði (16,9%) og fengu tvo fulltrúa, voru áður með einn.

M-listi Samfélagsins fékk 226 atkvæði (14,6%) og fengu einn fulltrúa en hér er um nýtt framboð að ræða sem stofnað var að einhverju leiti á grunni E-lista samfélagsins sem fékk einn fulltrúa árið 2018 eða 223 atkvæði (14,1%)

 S-listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks fékk 201 atkvæði (13 %) og heldur sínum fulltrúa en tapa tæplega einu og hálfu prósentustigi. Fengu 228 atkvæði eða 14,4% árið 2018.

B- listi Framsóknar og félagshyggju er stærstur í Norðurþingi með 489 atkvæði (31,6%) og heldur sínum þremur fulltrúum og hefur því  möguleika á að mynda tveggja flokka meirihluta; annað hvort með Sjálfstæðisflokki eða Vinstri grænum og óháðum.

D-listi og V-listi hafa áfram möguleika á að halda áfram meirihlutasamstarfi með S-lista eða skipta honum út fyrir M-lista samfélagsins. En þetta kemur væntanlega allt í ljós í dag eða næstu daga.

Á kjörskrá voru 2257 og kjörsókn því 71,2%

Auðir seðlar voru 52 og ógildir seðlar 9.

Kjörnir fulltrúar í Norðurþingi eru:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason (B)
  2. Hafrún Olgeirsdóttir (D)
  3. Aldey Unnar Traustadóttir (V)
  4. Soffía Gísladóttir (B)
  5. Áki Hauksson (M)
  6. Benóný Valur Jakobsson (S)
  7. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)
  8. Eiður Pétursson (B)
  9. Ingibjörg Benediktsdóttir (V)

Athugasemdir

Nýjast